Andkristurinn ógurlegi.

Ég er orðin svolítið þreytt á þessari umræðu sem trúað fólk startar alltaf þegar eitthvað kemur upp. Síðast var það múslimaumræðan. Allt í einu dúkkuðu upp allskonar spádómar og túlkanir sem uppmáluðu íslam sem andkrist.  Þeir sem voguðu sér að andmæla því að brotin væru lög á þessum einum trúfélagshópi umfram aðra fengu umsvifalaust á sig stimpilinn 666 og antikristur.

Þegar ESB og Icesave umræðan stóð sem hæst var það ESB -allir spádómar Bblíunnar snerust þá um ESB sem andkrist.  Sömu nöfnin og skrifuðu undir andkristsstimpilinn á múslima, æddu nú um eins og rófulausir hundar og settu hann á Evrópusamstarf.

Einhverntíma var það nýöldin og enn var sama fólkið á ferðinni, sömu nöfnin undir kommentunum.  Og einhverntíma var hann samkynhneigður.

Gott fólk - hvernig væri nú barasta að fara að ákveða sig eða hætta þessu bulli, það er allt heilbrigt fólk löngu hætt að taka mark á ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband