Nú reiddist ég illa...

Það má ýmislegt finna að nýjustu framleiðslu Mörtu Maríu og ég er að sjá fólk kalla hana fífl í opinberum bloggum og kommentum.  Ef hún væri nú eina manneskjan sem gerði mistök, mikið andskoti væri heimurinn fullkominn.

Þetta voru mistök, frekar heimskuleg mistök, en mistök.  Þessi bransi samanstendur af fólki sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera vinir, en stingur hvort annað í bakið um leið og tækifærið kemur, hann er yfirborðslegur og í eðli sínu heimskur.  Viðkvæmum málaflokki var sýnd herfileg lítilsvirðing með þessu.  Ég reiddist þegar ég horfði á það.

FRÉTTASKOT:  Allir gera mistök.  Mistök eru til að læra af.

Ég sá þetta innslag en viðbrögðin komu seint fannst mér, það var eins og verið væri að bíða eftir hvernið þetta gengi í skrílinn áður en brugðist var við.  Talskona Raddarinnar brást við fyrir löngu. Stjörnurnar, sem gera hvað sem er fyrir mynd af sér með umræddri manneskju, hika ekki við að stinga hana í bakið um leið og henni verður á.

Svona gott fólk,  förum nú og finnum okkur líf og hættum að níða hvert annað niður fyrir mistökin.

Förum og finnum leiðir til að bæta umfjöllunina og meðferðina á útigangsfólki í stað þess að eyða dýrmætum tíma og orku í hneykslun og níð.  Lærum af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband