Fólkið undir jöklinum...
19.4.2010 | 10:14
Mig langar bara til að taka vinkilinn á þá sem búa á hamfarasvæðinu og þurfa að lifa við það að heimili þeirra og búfénaður, já líf þeirra, er undir ógnun og enginn veit í raun hvar þetta endar.
Brandararnir sem flogið hafa á netinu, eru svosem ágætlega fyndnir sumir og nokkuð kokhraustir, en á meðan við hlæjum að þeim, ættum við kannski að íhuga hvernig tilfinning það er að búa undir öskuregni og vita ekki nema maður þurfi að rýma í hvelli. Dýrin manns úti og enginn veit í raun hversu hættuleg askan og eimyrjan er sem yfir okkur rignir, þó vitað sé að hún er hættuleg. Vita að tún og akrar munu stórskaðast og jafnvel eyðileggjast og þar með fóður dýranna. Vita að jafnvel gæti annað eldfjall gosið fljótlega.
Sendi ykkur undir fjöllunum kveðju mína og vona að þetta fari allt á besta veg.
Verstu morgnar sem ég hef lifað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |