Framboðsyfirlýsing.

4293674595_9774a1ffaa Birna ForvalÉg hef ákveðið að gefa kost a mér í Forval Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs, sem fram fer þann 6. febrúar næstkomandi.

Ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands vorið 1992.  Einnig hef ég tölvu og rekstrarmenntun frá NTV, síðan 2007.

Eiginmaður minn er Grétar S. Gunnarsson og ég á fjögur börn á aldrinum 4 - 24 ára.

Áhugamál mín eru tónlistin, og svo vinn ég sem þáttagerðarmaður á Mixfm 101.1.

Félagsstörf:  Ég er varafulltrúi í fulltrúaráði starfsmanna Strætó.  Einnig hef ég tekið þátt í málefnahóp Vinstri Grænna um almenningssamgöngur.

Við hjónin störfum bæði sem vagnstjórar hjá Strætó bs, hann síðan 1996 og ég síðan 1998.

Helstu áherslumál mín hljóta því að ver almenningssamgöngur og hvernig búið er að þeim í borginni, bæði fyrirtækinu strætó bs og umhverfi þess.  Áhugamál mitt er að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir alla borgarbúa.

Einnig hef ég mikinn áhuga á félagslega húsnæðiskerfinu í borginni og þeim sem þar búa og er talsmaður þess að áður en fólk er borið út úr íbúðum félagslega kerfisins, verði leitað allra leiða til að finna aðrar lausnir.

Velferðarmál og jafnréttismál ásamt umhverfismálum eiga líka stóran sess í mínu hjarta og ég vil leggja mitt af mörkum til að búa borgarbúum réttlátt og mannvænt umhverfi.


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband