Long time no see
25.3.2021 | 10:21
Já það er langt síðan síðast. Ég breyttist. Sleit tengsl við áhrifavalda sem engan veginn voru að þjóna mér. Hætti að þóknasr öðrum.
Einhvernveginn vissi ég að umhverfið sem ég var í, var ekki að gera mig að þeirri manneskju sem ég vildi vera, ég veit ekki hvernig ég vissi það. Ég lokaði á allt og það var það besta sem ég hef nokkurntíma gert. Það var að gera mig veika, andinn og líkaminn hrundu. Ég veit ekki hversu mörg okkar hafa orðið veik, hreinlega vegna þess að við höfum verið skilyrt til að setja vináttúna ofar öllu og leggjum ekki réttan skilning í hugtakið. Með því að loka, erum við líka að loka á skilyrðinguna sem fylgdi þeim og það getur orðið okkur til lífs þar sem það varð í mínu tilfelli til þess að útiloka innbyggða trú sem var að gera mig veika, trú sem hafði lætt sér inn í veruna mína án þess að ég tæki eftir. Vírusinn getur ekki gert þig veikan ef þú sérð hann koma og getur komið þér undan.
Ég er búin að finna það á sjálfri mér að þessi trú í undirvitundinni er að stjórna frumunum þínum, ef ég trúi illu um sjálfa mig ræðst það á frumurnar mínar. Þegar þú breytir því og ferð meðvitað að fæða undirmeðvitundina á góðu, fer líkaminn að bregðast við.
Vinnuþynnka
23.9.2014 | 14:45
... það má sjálfsagt kalla þetta hvað sem er en svona lítur þetta út fyrir mér. Ég kalla þetta lestrarþynnku.
Málið er að ég skráði mig í HÍ þetta haustið, svosem ekkert merklegt, bara nám með fullri vinnu og átti ekkert að vera rosalegt mál.
Nema hvað, allt í einu hvarf líf mitt í einhverja þokumóðu verkefnaskila og lestrar. Skyndilega átti ég mér ekkert líf. Þegar komið var heim eftir vinnu, tók við massívur lestur, einstaklingsverkefni og hópverkefni , kjellan hafði allti einu engan tíma til að tala við fólk og krakkarnir voru fóðraðir á teikát oftar en ekki. Ekki það að táningurinn kvartaði mikið en þið verðið að viðurkenna að þetta getur orðið dáldið þreytt, jafnvel fyrir táning.
Helgarnar fara í lestur og ef ekki lestur, þá skriftir, oftast bæði, sem og kvöldin og ég sit uppi með stanslausa lestrarþynnku... Sem væri kannski í fínu lagi ef maður hefði verið að skemmta sér... og það sem betra er að maður borgar stórfé til að koma sér í þessa aðstöðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú reiddist ég illa...
29.7.2014 | 12:36
Það má ýmislegt finna að nýjustu framleiðslu Mörtu Maríu og ég er að sjá fólk kalla hana fífl í opinberum bloggum og kommentum. Ef hún væri nú eina manneskjan sem gerði mistök, mikið andskoti væri heimurinn fullkominn.
Þetta voru mistök, frekar heimskuleg mistök, en mistök. Þessi bransi samanstendur af fólki sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera vinir, en stingur hvort annað í bakið um leið og tækifærið kemur, hann er yfirborðslegur og í eðli sínu heimskur. Viðkvæmum málaflokki var sýnd herfileg lítilsvirðing með þessu. Ég reiddist þegar ég horfði á það.
FRÉTTASKOT: Allir gera mistök. Mistök eru til að læra af.
Ég sá þetta innslag en viðbrögðin komu seint fannst mér, það var eins og verið væri að bíða eftir hvernið þetta gengi í skrílinn áður en brugðist var við. Talskona Raddarinnar brást við fyrir löngu. Stjörnurnar, sem gera hvað sem er fyrir mynd af sér með umræddri manneskju, hika ekki við að stinga hana í bakið um leið og henni verður á.
Svona gott fólk, förum nú og finnum okkur líf og hættum að níða hvert annað niður fyrir mistökin.
Förum og finnum leiðir til að bæta umfjöllunina og meðferðina á útigangsfólki í stað þess að eyða dýrmætum tíma og orku í hneykslun og níð. Lærum af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að vera drusla
27.7.2014 | 22:47
Ég get ekki gengið undir neinum merkjum og fer því ekki oft í göngur af neinu tagi.
Og þó ég svosem skilji konseptið á bak við druslugöngu og stend með þolendum allskonar ofbeldis særir orðið drusla mig ennþá.
Við sem höfum orðið fyrir jafn grófri misnotkun og ofbeldi og ég hef orðið, vitum hvað það er að bera þennan stimpil frá blautu barnsbeini, löngu áður en við höfðum í raun aldur eða þroska til að bera hann. Og það mótaði okkur fyrir lífstíð. Mér persónulega finnst ekkert mikið varið í að klæða mig upp í eitthvað sem ég er ekki.
En við verðum að koma út og tala þó við förum ekki í neinar göngur og það þarf ekki að gera það á forsíðum blaðanna og nafngreina alla. Sannleikurinn gerir þig frjálsa. Ég hef ekki verið mikið fyrir að tala og það er ekki útaf neinum heigulshætti. Þrjóturinn átti afkomendur og skyldmenni sem ekki áttu neina sök á hans pervertisma.
Það tók mig mörg löng ár að fatta hvað mér hafði verið gert og að fyrirgefa, en til þess að geta fyrirgefið varð ég að horfa kalt á málið, skoða það frá öllum hliðum. Líka ofbeldið sem ég varð fyrir afhópi unglingspilta sem barn í 12 ára bekk.
Ég er ekki reið, sumt af þessu fólkin hefur ekki átt sjö dagana sæla. En einhverntíma skrifaði ég litla nótu og setti á fésbókina mína, það var mín leið til að afgreiða ofbeldið og þá reiddist náinn ættingi verulega illa, hann vildi ekki fyrirgefa viðkomandi, fyrir honum var það eins og viðurkenna réttmæti alls eineltisins og ofbeldisins.
Fyrirgefningin er ekki til að samþykkja eitthvað sem er svo ófyrirgefanlegt og óbætanlegt. Hún er til að leysa þolandann. Ég er komin á þann stað að mér er sama hvernig þessu fólki vegnar í lífinu, ég finn ekki fyrir neinni hefnigirni. Ég veit nefnilega að ég hef hið góða mín megin, ég á rétt á öllu því góða sem aðrir eiga og ég fæ það. Karma lætur ekki að sér hæða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andkristurinn ógurlegi.
19.6.2014 | 13:45
Ég er orðin svolítið þreytt á þessari umræðu sem trúað fólk startar alltaf þegar eitthvað kemur upp. Síðast var það múslimaumræðan. Allt í einu dúkkuðu upp allskonar spádómar og túlkanir sem uppmáluðu íslam sem andkrist. Þeir sem voguðu sér að andmæla því að brotin væru lög á þessum einum trúfélagshópi umfram aðra fengu umsvifalaust á sig stimpilinn 666 og antikristur.
Þegar ESB og Icesave umræðan stóð sem hæst var það ESB -allir spádómar Bblíunnar snerust þá um ESB sem andkrist. Sömu nöfnin og skrifuðu undir andkristsstimpilinn á múslima, æddu nú um eins og rófulausir hundar og settu hann á Evrópusamstarf.
Einhverntíma var það nýöldin og enn var sama fólkið á ferðinni, sömu nöfnin undir kommentunum. Og einhverntíma var hann samkynhneigður.
Gott fólk - hvernig væri nú barasta að fara að ákveða sig eða hætta þessu bulli, það er allt heilbrigt fólk löngu hætt að taka mark á ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvertrúarlegt
17.6.2014 | 11:38
Fór að hugsa. Ég verð oft svolítið andleg, en reynsla mín af trúariðkunum er allsekki neitt til að tala um, ég helgaði líf mitt kirkju og lofgjörðarsöng í mörg ár, kom held ég fram á nánast hverju sviði sem til er. Söng meðal annars fjögurra daga samkomuherferð með lungnabólgu og helgina áður fimm gospeltónleika með alvarlega flensu sem vafalaust leiddi til lungnabólgunnar helgina eftir.
Það gerði ég af hugsjón og án þess að fa borgað krónu fyrir. En eftir þetta fór ég að hugsa. Fólk sem er svona algerlega gefið málstaðnum verður oft svo tillitslaust við aðra af því að það skilur ekki að aðrir geri ekki eins. Svo kemur þessi fórnarlambskomplexa, enginn nennir og ég verð að gera allt. Ég sá það svo mikið í kringum mig. Ef ég drep mig á einhverri þjónustu er ég ekki mikið að gagnast öðrum. Svo ég hætti þessu öllu. Þetta borgar sig ekki.
Mig langar meira til að helga mig því sem sameinar trúarbrögð. Þegar betur er að gáð stendur margt svipað í trúarritunum og þegar búið er að hreinsa burt allan trúarhroka, útilokun, fyrirdæmingu, morðæði og dálkadrátt, ganga þau út á mikið til það sama - kærleikann og virðinguna fyrir sköpuninni, manninum og öllu því sem lifir. Og aflinu sem knýr sköpunina.
Ást og virðing.
Trúmál og siðferði | Breytt 19.6.2014 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er verðmæt - Þú ert verðmæt
16.6.2014 | 22:58
Þetta snýst ekki um orðin, ekki um að ég sé milljarða virði og geti hagað mér eins og fáviti. Og ekki um að ég sé yfir aðra hafin og geti því troðið á öðrum að vild.
Ég þekki fólk sem er alltaf að leita að hamingjunni. Les allar bækur sem það kemst yfir og er alltaf að kjassa makann og er alltaf hlæjandi með öllum vinunum útum allar jarðir. En það kemur ekki fram eins og hamingjusamt fólk, þau eru hvöss við aðra og tillitslaus og eiga það jafnvel til að gera grín að hlutum hjá öðrum sem kannski eru tilfinningamál. Það ber ekki vitni um mikla innri hamingju. Einn vinur minn var svona fyrir löngu síðan og ég hélt hann væri alveg meðidda. Svo skaut hann sig og skildi okkur eftir niðurbrotin og rugluð. Ekki sá fyrsti.
Bentu mér á bækurnar sem þú mælir með og ég er að hugsa um að vera ekkert að lesa þær því þær virðast ekki vera að gera mikið fyrir þig.
Worthyness og það eð elska okkur sjálf er mikið notað orð þegar kemur að kennslu um, hvernig á að hlutgera hamingju í eigin lífi og annað sem okkur langar að gerist í lífinu okkar. Ég pæli í þessum hlutum og hugleiði mikið, eins og er geri ég fátt annað. Verðugleiki er eitthvað sem við berjumst mikið við vegna kristilegs eða trúarlegs uppeldis af öðrum toga. Við erum aldrei verðug og alltaf að strita við að láta allt sýnast vera svo flott. Strita við að vera verðug.
En samkvæmt fræðunum á bara ekkert að þurfa að hafa fyrir því. Þau kenna manni að þar sem maður sé vera sköpuð af æðri öflum og upprunnin af æðri sviðum, sé hann hérna með alveg sérstakan tilgang og verðugleikinn sé innbyggður í hann. Þetta að sætta sig við hver maður er, hvernig maður er og gera sér grein fyrir hvað maður vill. Vera Elska njóta. Einn eða með öðrum.
Einn af þeim kennurum sem ég hef verið að hlusta á sagði frá því hvernig hann hefði verið orðinn svo eitraður af vonbrigðum í ástarsamböndum, vanheilum vináttusamböndum og öðru að hann hefði þurft að skera á allt og hreinsa sig af öllu í heil þrjú ár áður en hann var tilbúinn til að forma einhver sambönd af viti. Það er ein leið til að gera það, en kannski ekki leiðin sem hugnast mörgum. Getur þó verið nauðsynlegt ef maður er umkringdur orkuvampírum upp til hópa. Kannski er það bara indígóbarnið sem er fært um það, því það er vant því að standa útúr og vera eitt.
Og aftur að verðugleikanum. Hann hefur lítið að gera með útlit, klæðnað, stöðu, trú eða nokkur verk sem fólk getur framkvæmt. Hann er eingöngu fólginn í því að vera manneskja. Vera það sem maður var skapaður til að vera. Verðugleikann finnur maður ekki fyrir utan sjálfan sig, frekar en hamingjuna. Og það er gott að vera einn og finna verðugleikann innra með sér og hamingjuna. Þá einhvernveginn fer allt að smella saman. Þannig upplifði ég það allavega.
Ást og friður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öðrum að kenna - segir alkinn...
14.6.2014 | 12:14
Það er langt síðan ég bloggaði síðast. Langaði bara ekki til þess. Kannski fannst mér bara ritstíllinn minn leiðinlegur og ég ekki kunna nógu mikið á sjálfa mig til að geta komið því frá mér sem ég vildi. Það leit bara ekki vel út. Ég þurfti að læra.
En þetta brölt var samt gott fyrir mig að einu leyti. Ég sem aldrei hafði þorað að viðra skoðanir mínar og lét aðra segja mér hvað ég átti að hugsa og segja og hélt friðinn hvar sem ég fór hvað sem það kostaði, vandist því að sjá það sem ég las og vandist tilhugsuninni um að aðrir sæju það. Það sýndi mér líka manneskju sem ég kærði mig ekki mikið um að vera, manneskju sem samræmdist hvorki sannfæringu minni né eðli, ágætlega menntuð kona var að skrifa eins og manneskja sem ekki hefði einusinni klárað barnaskólann. Eiginlega bara hálfgerður aumingi með lítið á milli eyrnanna. Mér líkaði það ekki.
Vegferð mín byrjaði á því að ég ákvað að taka hugarfar mitt alveg í gegn. Og hætta að nöldra á kaffistofunni. Ég ákvað að hætta að vera förnarlamb. Taka ábyrgð á því sem ég hleypti inná mig og reyna að komast að því hvað ég sjálf snerist mest um. Þetta hætti að snúast um hvað aðrir gerðu og fókusinn færðist yfir á hvað ég var að gera og hugsa. Hvað mér sjálfri fannst og hvernig ég sjálf vildi vera. Ég vildi vera bjartsýn og jákvæð manneskja sem skipti máli. Pollýanna flutti inn.
Ég gekk í stjórnmálaflokk. Það var það besta sem ég gat gert. Þar lærði ég hvað fólk hugsaði sem raunverulega hafði áhuga á að breyta heiminum. Fólk sem ekki sætti sig bara við að kvarta undan óréttlæti heimsins við eldhúsborðið heima. Þegar leið á gat ég lagt mat á mína sannfæringu versus þeirra sannfæringu. Eftir mína fyrstu kosningabaráttu, þar sem allir voru á móti okkur og virkilega reyndi á hana Pollýönnu, landaði ég stöðu í ráði og svo stýrihóp og síðan tvö tímabil í stjórn flokksins. Allt á sama kjörtímabilinu. Þetta voru alltsaman hlutir sem ég hvorki treysti mér í né hafði nokkurntíma þorað að gera en tókst á við og viti menn, þetta gekk alltsaman ágætlega og ég lærði svo mikið. Þetta herti mig svakalega og ég er mikið þakklát fyrir þessa reynslu. En ég þroskaðist pínufrá þessu fólki, þetta var bara liður í vegferðinni minni og leit að sjálfri mér. Rétt undir lok kjörtímabilsins fór ég í annan flokk og það var það skemmtilegasta sem ég hef nokkurntíma gert. Hver veit, ég gæti verið þriggja eða fjögurra flokka manneskja undir lokin, en þarf ekkert að skammast mín neitt fyrir það, þetta er einfaldlega partur af mínu þroskaferli, ferli sem ég neitaði sjálfri mér um í svo mörg ár, og leit minni að kjarnanum í mér.
Ég og Pollýanna erum vinkonur og hún er ekkert að flytja út. Hvað tekur við, hef ég ekki hugmynd um. Það er fullt að læra. Veit ekki neitt. Nema bara það að ég er þakklát og mér gengur betur, bæði vinnulega og andlega en alltaf áður. Ég hef líka komist að því að ég er sterkari en margir - og sjálfstæðari og get tekist á við svo margt, í raun er mér farið að þykja það gaman, ég leita orðið uppi áskoranir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fengum líka hrós frá yfirmanninum :)
22.5.2010 | 08:32
Fengu hrós frá forstjóranum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært...
25.4.2010 | 19:32
Fagna rigningu undir Eyjafjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |