Færsluflokkur: Lífstíll

Þvertrúarlegt

Fór að hugsa.  Ég verð oft svolítið andleg, en reynsla mín af trúariðkunum er allsekki neitt til að tala um, ég helgaði líf mitt kirkju og lofgjörðarsöng í mörg ár, kom held ég fram á nánast hverju sviði sem til er.  Söng meðal annars fjögurra daga samkomuherferð með lungnabólgu og helgina áður fimm gospeltónleika með alvarlega flensu sem vafalaust leiddi til lungnabólgunnar helgina eftir.

Það gerði ég af hugsjón og án þess að fa borgað krónu fyrir.  En eftir þetta fór ég að hugsa.  Fólk sem er svona algerlega gefið málstaðnum verður oft svo tillitslaust við aðra af því að það skilur ekki að aðrir geri ekki eins.  Svo kemur þessi fórnarlambskomplexa, enginn nennir og ég verð að gera allt.  Ég sá það svo mikið í kringum mig.  Ef ég drep mig á einhverri þjónustu er ég ekki mikið að gagnast öðrum. Svo ég hætti þessu öllu. Þetta borgar sig ekki.

Mig langar meira til að helga mig því sem sameinar trúarbrögð.  Þegar betur er að gáð stendur margt svipað í trúarritunum og þegar búið er að hreinsa burt allan trúarhroka, útilokun, fyrirdæmingu, morðæði og dálkadrátt, ganga þau út á mikið til það sama - kærleikann og virðinguna fyrir sköpuninni, manninum og öllu því sem lifir.  Og aflinu sem knýr sköpunina.

Ást og virðing. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband