Að kunna að höndla fjármuni..

....þessi vesalings maður er nú ekki sá eini sem kann ekki að fara með fé, sumir læra það aldrei, það sjáum við allt í kringum okkur.

Mér skilst að vinni maður stórar fjárhæðir í happadrætti hér, sé hinum sama boðið uppá fjármálaráðgjöf.  Sem ætti eiginlega að vera skilyrði og þá ekki af verðbréfasala, heldur hlutlausum og ráðvöndum aðila, sem ræður mönnum rétt.

Hvað myndi ég gera?  Vafalaust það sama og allir sem ég hef rætt málið við.  Borga skuldirnar mínar.  Fyrst myndi ég geyma peninginn inni á reikningi, svona rétt á meðan ég væri að jafna mig og venjast tilhugsuninni, halda áfram að vinna vinnuna mína og hugsa minn gang.  Maður getur nefnileg orðið af aurum api eins og dæmin í kringum okkur sanna. 

En auddað myndi maður leyfa sér að fata sig sma upp, ha.


mbl.is Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband