Fólkið undir jöklinum...

Mig langar bara til að taka vinkilinn á þá sem búa á hamfarasvæðinu og þurfa að lifa við það að heimili þeirra og búfénaður, já líf þeirra, er undir ógnun og enginn veit í raun hvar þetta endar. 

Brandararnir sem flogið hafa á netinu, eru svosem ágætlega fyndnir sumir og nokkuð kokhraustir, en á meðan við hlæjum að þeim, ættum við kannski að íhuga hvernig tilfinning það er að búa undir öskuregni og vita ekki nema maður þurfi að rýma í hvelli.  Dýrin manns úti og enginn veit í raun hversu hættuleg askan og eimyrjan er sem yfir okkur rignir, þó vitað sé að hún er hættuleg.  Vita að tún og akrar munu stórskaðast og jafnvel eyðileggjast og þar með fóður dýranna.  Vita að jafnvel gæti annað eldfjall gosið fljótlega.

Sendi ykkur undir fjöllunum kveðju mína og vona að þetta fari allt á besta veg.


mbl.is „Verstu morgnar sem ég hef lifað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kunna að höndla fjármuni..

....þessi vesalings maður er nú ekki sá eini sem kann ekki að fara með fé, sumir læra það aldrei, það sjáum við allt í kringum okkur.

Mér skilst að vinni maður stórar fjárhæðir í happadrætti hér, sé hinum sama boðið uppá fjármálaráðgjöf.  Sem ætti eiginlega að vera skilyrði og þá ekki af verðbréfasala, heldur hlutlausum og ráðvöndum aðila, sem ræður mönnum rétt.

Hvað myndi ég gera?  Vafalaust það sama og allir sem ég hef rætt málið við.  Borga skuldirnar mínar.  Fyrst myndi ég geyma peninginn inni á reikningi, svona rétt á meðan ég væri að jafna mig og venjast tilhugsuninni, halda áfram að vinna vinnuna mína og hugsa minn gang.  Maður getur nefnileg orðið af aurum api eins og dæmin í kringum okkur sanna. 

En auddað myndi maður leyfa sér að fata sig sma upp, ha.


mbl.is Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboðsyfirlýsing.

4293674595_9774a1ffaa Birna ForvalÉg hef ákveðið að gefa kost a mér í Forval Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs, sem fram fer þann 6. febrúar næstkomandi.

Ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands vorið 1992.  Einnig hef ég tölvu og rekstrarmenntun frá NTV, síðan 2007.

Eiginmaður minn er Grétar S. Gunnarsson og ég á fjögur börn á aldrinum 4 - 24 ára.

Áhugamál mín eru tónlistin, og svo vinn ég sem þáttagerðarmaður á Mixfm 101.1.

Félagsstörf:  Ég er varafulltrúi í fulltrúaráði starfsmanna Strætó.  Einnig hef ég tekið þátt í málefnahóp Vinstri Grænna um almenningssamgöngur.

Við hjónin störfum bæði sem vagnstjórar hjá Strætó bs, hann síðan 1996 og ég síðan 1998.

Helstu áherslumál mín hljóta því að ver almenningssamgöngur og hvernig búið er að þeim í borginni, bæði fyrirtækinu strætó bs og umhverfi þess.  Áhugamál mitt er að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir alla borgarbúa.

Einnig hef ég mikinn áhuga á félagslega húsnæðiskerfinu í borginni og þeim sem þar búa og er talsmaður þess að áður en fólk er borið út úr íbúðum félagslega kerfisins, verði leitað allra leiða til að finna aðrar lausnir.

Velferðarmál og jafnréttismál ásamt umhverfismálum eiga líka stóran sess í mínu hjarta og ég vil leggja mitt af mörkum til að búa borgarbúum réttlátt og mannvænt umhverfi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband